Innlent

Stór hluti boða úr sendum falskur

Stór hluti þeirra boða sem berast úr gömlum neyðarsendum er falskur. Rúmar tíu klukkustundir tók að finna neyðarsendi sem unglingar í Sandgerði settu af stað í gær. Neyðarsendirinn sem unglingarnir settu af stað í gær fannst á bak við sjoppu í Sandgerði. Yfirmaður vaktstöðvar siglinga, Ásgrímur L. Ásgrímsson, segir erfitt að miða merki gömlu neyðarsendanna út. Það þurfi að nást svokölluð krossmiðun sem annaðhvort náist með gervihentti eða með miðunartæki í flugvél eða skipi. Það geti stundum tekið smátíma að ákvarða nákvæmlega staðsetningu sendis. Langstærstur hluti þeirra neyðarboða sem berast vaktstöðinni eru villuboð. Ásgrímur segir að engu að síður vilji menn staðsetja hlutina og geta slökkt á þeim vegna þess að flugvélar og gervihnettir haldi áfram að tilkynna um sendinn.  Fjöldi björgunaraðila í Sandgerði leitaði að sendinum í gær og Landhelgisgæslan lítur málið alvarlegum augum. Ásgrímur ítrekar það og biður fólk um að gera ekki svona hluti. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×