Dagskrá kvikmyndahátíðar kynnt 21. september 2005 00:01 Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík var kynnt í dag en hátíðin verður opnuð 29. september og stendur til 9. október. Í dag var dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík kynnt en hátíðin fer fram dagana 29.september og stendur yfir til 9. október. Sýndar verða 50 kvikmyndir frá um 26 löndum og þar af verða 5 Evrópufrumsýningar. Hátíðin er ein stærsta kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið hér á landi og er óháð. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja að langflestar myndanna séu nýjar og að hver mynd verði einungis sýnd í tvö eða þrjú skipti. Aðspurð hvað beri hæst á kvikmyndahátíðinni segir stjórnandi hennar, Hrönn Marinósdóttir, að erfitt sé að segja en eitt af því merkilegasta sé koma Abbas Kiarostamis. Hann sé írakskur kvikmyndaleikstjóri og af mörgum talinn einn sá besti í heimi. Hann hafi t.d. unnið Gullpálmanna fyrir mynd sína Keimur af kirsuberjum. Eldri verk hans verði sýnd og þá verði Evrópufrumsýning á stuttmynd eftir hann. Auk þess verði opnuð stór ljósmyndasýning með verkum hans, en hann er líka ljósmyndari. Hrönn segir að ætlunin sé að vera með umræður og námskeið á hverri hátíð. Leikstjórar muni sitja fyrir svörum eftir sýningar, en von sé á fjölmörgum erlendum gestum. Aðspurð hvort hún telji að ekki sé og mikið af alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Reykjavík segir Hrönn að hún myndi ekki segja það. Stefnt sé að því að halda þessa hátíð árlega að hausti til og það megi segja að þetta sé einstakt tækifæri fyrir fólk að sjá myndir á þessari hátíð því flestar hafi farið sigurför um kvikmyndahátíðir í heiminum en þeim sé ekki dreift víða. Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík var kynnt í dag en hátíðin verður opnuð 29. september og stendur til 9. október. Í dag var dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík kynnt en hátíðin fer fram dagana 29.september og stendur yfir til 9. október. Sýndar verða 50 kvikmyndir frá um 26 löndum og þar af verða 5 Evrópufrumsýningar. Hátíðin er ein stærsta kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið hér á landi og er óháð. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja að langflestar myndanna séu nýjar og að hver mynd verði einungis sýnd í tvö eða þrjú skipti. Aðspurð hvað beri hæst á kvikmyndahátíðinni segir stjórnandi hennar, Hrönn Marinósdóttir, að erfitt sé að segja en eitt af því merkilegasta sé koma Abbas Kiarostamis. Hann sé írakskur kvikmyndaleikstjóri og af mörgum talinn einn sá besti í heimi. Hann hafi t.d. unnið Gullpálmanna fyrir mynd sína Keimur af kirsuberjum. Eldri verk hans verði sýnd og þá verði Evrópufrumsýning á stuttmynd eftir hann. Auk þess verði opnuð stór ljósmyndasýning með verkum hans, en hann er líka ljósmyndari. Hrönn segir að ætlunin sé að vera með umræður og námskeið á hverri hátíð. Leikstjórar muni sitja fyrir svörum eftir sýningar, en von sé á fjölmörgum erlendum gestum. Aðspurð hvort hún telji að ekki sé og mikið af alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Reykjavík segir Hrönn að hún myndi ekki segja það. Stefnt sé að því að halda þessa hátíð árlega að hausti til og það megi segja að þetta sé einstakt tækifæri fyrir fólk að sjá myndir á þessari hátíð því flestar hafi farið sigurför um kvikmyndahátíðir í heiminum en þeim sé ekki dreift víða.
Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira