Innlent

Kona fékk felldan niður kostnað

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða. Konan taldi fjárnámið andstætt ákvæði laga um meðferð opinberra mála sem og ákvæða í mannréttindasáttmála Evrópu þar sem hún væri krafin greiðslu um sakarkostnað í opinberu máli, þótt fyrir lægi að hún hefði ekki getu til að greiða kostnaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×