Að leika sér í umferðinni 22. september 2005 00:01 Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar