Innlent

Svikapar laug til nafns í fyrstu

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni mál pars sem með ávísanafalsi sveik tæpa milljón króna út úr Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og tæpar 60.000 krónur út úr KB banka í Reykjavík. Maðurinn sem er 33 ára kvaðst áður heita Timothy Claude Newkirk og konan, sem er 25 ára, sagðist heita Suzanne Claire Hydon. Núna segist maðurinn hins vegar heita Joshua Olayiwola Oladapo og vera frá Nígeríu og konan segist vera frá Líberíu og heita Susan Hyns. Ávísanirnar leystu þau út í maí og júni, þá fyrstu í KB banka, en hún var upp á 900 dollara. Svo með viku millibili í byrjun júní tvær ávísanir hjá Sparisjóðnum, upp á 8.500 og 6.500 dollara. Ávísanirnar útbjó parið sjálft, en þær virtust útgefnar af tveimur amerískum bönkum, Founders Federal Union og Chase-bankanum í New York. Bankarnir krefjast báðir bóta vegna svikanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×