Avion kaupir fjórar nýjar þotur 22. september 2005 00:01 Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla. Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla.
Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira