Innlent

Útgerð krefst skaðabóta

Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði ætlar að sækja fyrir dómi bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Útgerðin er fyrst til að lýsa þessu yfir en fleiri hugsa sinn gang. "Það er búið að ákveða þetta," segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, en unnið er að lokafrágangi kærunnar. Hann segir kæruna byggða á gögnum aftur í tímann. "Þetta verður náttúrlega slagur en við erum harðákveðin í að taka þann slag," segir hann. Ekki liggur enn fyrir hversu hárra bóta fyrirtækið ætlar að krefjast. "Við höfum keypt olíu fyrir tugi milljóna á ári hverju, þannig að upphæðirnar eru háar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×