Sakargiftir fyrndar vegna tafa 24. september 2005 00:01 Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár án þess að niðurstaða hafi fengist í það. Jón H.B. Snorrason saksóknari aftekur að Baugsmálið hafi tafið rannsóknina. Fjórir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands lögðu fram kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra, endurskoðanda og stjórn sjóðsins til ríkissaksóknara í ársbyrjun 2003. Ákæra sjóðsfélaganna fjögurra snerist um hvort þáverandi forsvarsmenn sjóðsins hefðu brotið lög með fjárfestingum sínum á árunum 1992 til 2000. Ákæran fór svo frá ríkissaksóknara inn á borð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til rannsóknar þar sem það hefur legið þar til í sumar að farið var að kalla stjórnarmenn til skýrslutöku. Þá tók málið óvænta stefnu. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, segir að honum hafi verið tilkynnt að þær sakir sem stjórnarmenn kynnu að hafa verið í við sjóðinn væru fyrndar. Svo hafi ekki verið í byrjun ársins. Hrafnkell segir þessi tíðindi hafa komið sér mjög í opna skjöldu enda kveðst hann hafa litið svo á að hvort tveggja hagsmunir sjóðsfélaga og fyrrum stjórnarmanna væru þeir að málið yrði til lykta leitt með rannsókn. Hann segist telja það nánast óþolandi að ljúka þessu máli á þennan veg. Jón H.B. Snorrason vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við þann tíma sem það tók að rannsaka mál lífeyrissjóðsins. Hann vísaði því sömuleiðis á bug að rannsókn Baugsákæranna hefði haft nokkur áhrif á gang mála í lífeyrissjóðsrannsókninnni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár án þess að niðurstaða hafi fengist í það. Jón H.B. Snorrason saksóknari aftekur að Baugsmálið hafi tafið rannsóknina. Fjórir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands lögðu fram kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra, endurskoðanda og stjórn sjóðsins til ríkissaksóknara í ársbyrjun 2003. Ákæra sjóðsfélaganna fjögurra snerist um hvort þáverandi forsvarsmenn sjóðsins hefðu brotið lög með fjárfestingum sínum á árunum 1992 til 2000. Ákæran fór svo frá ríkissaksóknara inn á borð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til rannsóknar þar sem það hefur legið þar til í sumar að farið var að kalla stjórnarmenn til skýrslutöku. Þá tók málið óvænta stefnu. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, segir að honum hafi verið tilkynnt að þær sakir sem stjórnarmenn kynnu að hafa verið í við sjóðinn væru fyrndar. Svo hafi ekki verið í byrjun ársins. Hrafnkell segir þessi tíðindi hafa komið sér mjög í opna skjöldu enda kveðst hann hafa litið svo á að hvort tveggja hagsmunir sjóðsfélaga og fyrrum stjórnarmanna væru þeir að málið yrði til lykta leitt með rannsókn. Hann segist telja það nánast óþolandi að ljúka þessu máli á þennan veg. Jón H.B. Snorrason vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við þann tíma sem það tók að rannsaka mál lífeyrissjóðsins. Hann vísaði því sömuleiðis á bug að rannsókn Baugsákæranna hefði haft nokkur áhrif á gang mála í lífeyrissjóðsrannsókninnni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira