Úrslitaáhrif fjármálaráðherra? 25. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Jón Gerald vissi ekki af þessum sendingum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri staðfestir í blaðinu að hann hafi fengið gögn varðandi Baug send frá Snorra Olsen tollstjóra. Ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í málinu að athuguðu máli þar sem ekkert hafi þar komið fram sem varðaði við skattalög. Greinilegt er þó á samskiptum Styrmis og Jónínu að þau bjuggust við að skattrannsóknastjóri hæfi rannsókn. 31. júlí sendir Jónína Styrmi svohljóðandi póst: „Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann, þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna.“ Tryggvi er væntanlega Tryggvi Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs. Styrmir svarar um hæl og segist telja að þeim nægi eitt skjal. Svo segir hann: „Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi.“ Ekki kemur fram hvað fjármálaráðherra ætti að gera í málinu eða hvers vegna hann ætti að ráða úrslitum um hvort ráðist yrði í skattrannsókn eða ekki. Einnig kemur fram í Fréttablaðinu að Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger voru í samskiptum frá því í maí árið 2002. Rúmum mánuði síðar funduðu Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar um málið en Kjartan sagði í yfirlýsingu í gær að á þeim fundi hefði hann aðeins verið að mæla með Jóni Steinari sem lögmanni fyrir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Jón Gerald vissi ekki af þessum sendingum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri staðfestir í blaðinu að hann hafi fengið gögn varðandi Baug send frá Snorra Olsen tollstjóra. Ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í málinu að athuguðu máli þar sem ekkert hafi þar komið fram sem varðaði við skattalög. Greinilegt er þó á samskiptum Styrmis og Jónínu að þau bjuggust við að skattrannsóknastjóri hæfi rannsókn. 31. júlí sendir Jónína Styrmi svohljóðandi póst: „Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann, þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna.“ Tryggvi er væntanlega Tryggvi Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs. Styrmir svarar um hæl og segist telja að þeim nægi eitt skjal. Svo segir hann: „Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi.“ Ekki kemur fram hvað fjármálaráðherra ætti að gera í málinu eða hvers vegna hann ætti að ráða úrslitum um hvort ráðist yrði í skattrannsókn eða ekki. Einnig kemur fram í Fréttablaðinu að Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger voru í samskiptum frá því í maí árið 2002. Rúmum mánuði síðar funduðu Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar um málið en Kjartan sagði í yfirlýsingu í gær að á þeim fundi hefði hann aðeins verið að mæla með Jóni Steinari sem lögmanni fyrir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira