Innlent

Eldur varð laus í Grafarholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna elds í timbri og plastgeymum við byggingarsvæði í Grafarholti. Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum og höfðu íbúar í nágrenninu áður reynt að slökkva hann en án árangurs. Slökkviliðið náði fljótlega að ráða niðurlögum eldsins og lauk slökkvistarfi um klukkan hálftvö. Ekki var um annað tjón að ræða en það sem varð á timbrinu og geymunum en verið er að reisa bensínstöð á svæðinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er talið fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×