Sport

Brasilía vann fyrstu A-1 keppnina

Nelson Piquet Jr., sem keppir fyrir hönd Brasilíu, fór með sigur af hólmi í fyrstu keppninni í A1-kappakstrinum sem fram fór við Brands Hatch í Bretlandi um helgina. Piquet var á ráspól í gær eftir að hafa unnið sprettkeppnina sem fram fór um morguninn, en þar er keppt um hvar í rásröðinni hvert lið er í aðalkeppni. Sigur Brasilíumannsins var nokkuð öruggur en hann missti forystuna í skamma stund eftir að þjónustuhlé misheppnaðist en komst svo fljótt aftur í fyrsta sætið og hélt því allt til enda. Brasilía er því í fyrsta sæti í keppninni en næstur á eftir Nelson Piquet Jr. var Will Power sem keppir fyrir hönd Ástralíu. Staða tíu efstu liða. 1. Brasilía - Nelson Piquet Jr 2. Ástralía - Will Power 3. Mexíkó - Salvador Duran 4. Nýja Sjáland - Matt Halliday  5. Malasía - Alex Yoong 6. Suður-Afríku - Stephen Simpson 7. Holland - Jos Verstappen 8. Japan - Ryo Fukuda 9. Kanada - Sean McIntosh 10. Þýskaland - Timo Scheider



Fleiri fréttir

Sjá meira


×