Innlent

Hótaði, barði og skar konu

Rúmlega fertugur karlmaður neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar tekið var fyrir heimilisofbeldismál á hendur honum. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konu frelsi sínu með því að halda henni fanginni á heimili sínu frá því klukkan fimm að morgni sunnudagsins 19. september í fyrra til klukkan tíu þegar henni tókst að komast út. Hann er kærður fyrir hótanir og líkamsmeiðingar fyrir að hafa borið hníf að hálsi konunnar og fyrir að skera hana á fingri þegar hún reyndi að losna. Þá er hann kærður fyrir líkamsárás en hann barði konuna og sparkaði í hana þannig að stórsá á henni, auk þess að hann þrengdi að hálsi hennar og reif í hár hennar. Konan hlaut samkvæmt ákæru tvo margúla, blæðandi bletti í höfuðleðri, glóðarauga á bæði augu, mar á andliti, hálsi, brjóstum, handlegg, lærum og víðar, auk rispa og klórs í andliti og á höfði. Hún krefst einnar milljónar króna í miskabætur. Aðalmeðferð verður í málinu í byrjun nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×