Innlent

Krefjast bæði sýknu af húsbroti

Arna Ösp Magnúsardóttir sem ákærð er fyrir eignaspjöll og húsbrot á hótel Nordica í sumar þar sem skvett var grænu skyri á gesti álráðstefnu breytti í gær afstöðu sinni til ákærunnar um húsbrotið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. "Hún mótmælir því að hafa ruðst heimildarlaust inn í salinn," sagði Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður hennar, en í lagaákvæði um húsbrot er notað orðalagið að ryðjast. Hún hafði áður játað að hafa farið í salinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð verður í máli Örnu Aspar og Ólafs Páls Sigurðssonar, sem einnig neitar sök, undir lok næsta mánaðar, en þá verða teknar skýrslur af þeim báðum fyrir dómi, auk þess sem kölluð verða til vitni, bæði af hálfu ákæruvalds og verjenda. Í sumarlok var þriðji maðurinn sem ákærður var fyrir aðild að slettunum dælmdur áður var dæmdur fyrir aðild sína Paul Geoffrey Gill, Breti sem þátt tók í mótmælum hér, en hann fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm og skaðabótakröfum var vísað frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×