Yrði nefndin óháð? 26. september 2005 00:01 Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira