Sakir aðeins fyrndar að hluta 26. september 2005 00:01 "Ég hefði viljað sjá þetta mál rannsakað til fullnustu, enda óþolandi að hafa yfir höfði sér einhverjar óskilgreindar fyrndar sakir," segir Hrafnkell A. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann hefur eftir starfsmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að sakir á hendur stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins séu fyrndar, en það kom fram við skýrslutöku í lok ágúst. Rannsókn málsins heldur þó áfram hjá Ríkislögreglustjóra, en sakir í málinu munu ekki fyrndar nema að hluta. Þeir sem að kærunni standa hafa eftir yfirmanni rannsóknarinnar að fyrning nái til ábyrgðar stjórnarmanna, en ekki til mögulegra brota framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins. Þá munu ekki fyrndar sakir fyrrum stjórnarmanns í sjóðnum vegna aðildar á kaupum í fótboltafélaginu Stoke City í Englandi. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðsins kærðu í apríl 2003 stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólögmæta meðferð á fjármunum hans. Hrafnkell segist alla tíð hafa litið svo á aðmálarekstur gegn stjórninni að minnsta kosti væri reistur á afskaplega veikum grunni, en telur mikilvægt að fá fram úrskurð um hversu langt eftirlitsskylda stjórnarmanna nái. "Er það þannig að stjórnarmenn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sínum og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum," segir hann og telur að ef til vill þurfi að gera auknar kröfur um sérþekkingu hjá þeim sem valdir eru til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Segja má að Lífeyrissjóður Austurlands hafi á þessum tíma ekki verið einn á báti í að veðja á rangan hest," segir hann um óarðbærar fjárfestingar og vísar til almenns þrýstings um að fjárfesta á arðbæran hátt. "En það breytir náttúrlega ekki því að fjárfestingar voru að minnsta kosti að hluta til utan heimilda og um það snýst hugsanlegt ákæruefni á stjórnarmenn. Bæði hvort þeir vissu og að hve miklu leyti þeir gátu borði ábyrgð á að sú leið var farin." Kæra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs Austurlands 10. apríl 2003 og framhaldsákæra 16. júní sama ár: Krafist var rannsóknar á Lánveitingum sjóðsins til Handsals hf. upp á rúmar 80 milljónir króna án veða, kaupa á hluta fé í óskráðu hlutafélagi, Stoke City Holding SA fyrir 56 milljónir króna árið 1999 á sama tíma og sjóðurinn átti meira fé í óskráðum félögum en lög leyfðu. Óskað var rannsóknar á stofnun framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins á einkahlutafélaginu Dvergunum sjö, sem höndla átti með hlutabréf og önnur veðbréf. Kaup á 40 milljón króna skuldabréfi frá Burnham International sem gerð voru án vitundar stjórnar, lánveitingar upp á 2,2 milljónir króna umfram heimild til fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins og tvö lán upp á samtals 50 milljónir króna til félagsins Ísoldar ehf. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
"Ég hefði viljað sjá þetta mál rannsakað til fullnustu, enda óþolandi að hafa yfir höfði sér einhverjar óskilgreindar fyrndar sakir," segir Hrafnkell A. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann hefur eftir starfsmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að sakir á hendur stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins séu fyrndar, en það kom fram við skýrslutöku í lok ágúst. Rannsókn málsins heldur þó áfram hjá Ríkislögreglustjóra, en sakir í málinu munu ekki fyrndar nema að hluta. Þeir sem að kærunni standa hafa eftir yfirmanni rannsóknarinnar að fyrning nái til ábyrgðar stjórnarmanna, en ekki til mögulegra brota framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins. Þá munu ekki fyrndar sakir fyrrum stjórnarmanns í sjóðnum vegna aðildar á kaupum í fótboltafélaginu Stoke City í Englandi. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðsins kærðu í apríl 2003 stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólögmæta meðferð á fjármunum hans. Hrafnkell segist alla tíð hafa litið svo á aðmálarekstur gegn stjórninni að minnsta kosti væri reistur á afskaplega veikum grunni, en telur mikilvægt að fá fram úrskurð um hversu langt eftirlitsskylda stjórnarmanna nái. "Er það þannig að stjórnarmenn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sínum og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum," segir hann og telur að ef til vill þurfi að gera auknar kröfur um sérþekkingu hjá þeim sem valdir eru til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Segja má að Lífeyrissjóður Austurlands hafi á þessum tíma ekki verið einn á báti í að veðja á rangan hest," segir hann um óarðbærar fjárfestingar og vísar til almenns þrýstings um að fjárfesta á arðbæran hátt. "En það breytir náttúrlega ekki því að fjárfestingar voru að minnsta kosti að hluta til utan heimilda og um það snýst hugsanlegt ákæruefni á stjórnarmenn. Bæði hvort þeir vissu og að hve miklu leyti þeir gátu borði ábyrgð á að sú leið var farin." Kæra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs Austurlands 10. apríl 2003 og framhaldsákæra 16. júní sama ár: Krafist var rannsóknar á Lánveitingum sjóðsins til Handsals hf. upp á rúmar 80 milljónir króna án veða, kaupa á hluta fé í óskráðu hlutafélagi, Stoke City Holding SA fyrir 56 milljónir króna árið 1999 á sama tíma og sjóðurinn átti meira fé í óskráðum félögum en lög leyfðu. Óskað var rannsóknar á stofnun framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins á einkahlutafélaginu Dvergunum sjö, sem höndla átti með hlutabréf og önnur veðbréf. Kaup á 40 milljón króna skuldabréfi frá Burnham International sem gerð voru án vitundar stjórnar, lánveitingar upp á 2,2 milljónir króna umfram heimild til fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins og tvö lán upp á samtals 50 milljónir króna til félagsins Ísoldar ehf.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira