Innlent

Óttast um bandaríska skútu

Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. Ekkert samband náðist við skútuna og norskur fiskibátur, sem er í um það bil 20 sjómílna fjarlægð frá sendinum, getur ekkert aðhafst vegna veðurs, en vindhraði á svæðinu er um það bil 30 metrar á sekúndu og ölduhæð að minnsta kosti átta metrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×