Innlent

Óvíst hvort skútu verður bjargað

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reyna á að bjarga skútunni Vamos sem nú rekur stjórnlaust í vonskuveðri um 160-170 kílómetra frá Straumnesi norðvestur af Vestfjörðum. Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæslunni sagði að vonskuveður væri á þessu svæði sem er innan grænlenskrar lögsögu en þó innan leitar- og björgunarsvæðis Landhelgisgæslunnar. Hann sagði einnig að vegna vindáttar væri líklegt að hana hefði rekið enn lengra frá landinu í nótt. Engin siglingahætta er talin stafa af mannslausri skútunni þar sem mikill hafís er þessu svæði og því ekki um eiginlega siglingaleið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×