Innlent

Fordæmir vinnubrögð lögreglu

Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. Konan leitaði strax til lögreglu, sem flutti hana á neyðarmóttökuna, og kærði hún nauðgunina í framhaldi af því. Saksóknari féll frá ákæru vegna skorts á sönnunum frá lögreglu. "Málið er áfall fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota, og sýnir að réttaröryggi þeirra er ekki tryggt," segir í tilkynningu frá félaginu, sem óskar þess að vinnubrögð lögreglunnar verði bætt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×