Skoðun

Ekki hægt að réttlæta

Forsíða DV 26. september - Jóhannes Jónsson í Bónus Alla jafna finnst mér mér DV vera hressilegt og vel skrifað dagblað. Það hefur fjallað um ýmis brýn þjóðfélagsmál sem aðrir fjölmiðlar þögðu um. DV sýnist því komið til að vera. Ég hef þó ekki alltaf verið sáttur við nærgöngulan og óvæginn fréttaflutning blaðsins. Það kann að vera vandasamt að draga mörkin á milli þess sem telst eiga erindi við lesendur og hins sem á það ekki. Við komu mína til landsins á þriðjudaginn sá ég forsíðufrétt DV 26. september. Mér finnst hún vera langt utan við það sem réttlætanlegt er. Um leið og ég lýsi sárum vonbrigðum mínum með "fréttina" þá vona ég að hér hafi verið um mistök að ræða.



Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×