Innlent

Umræðu ekki lokið

MYND/HARI
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir umræðuna um einkavæðinguna og hvernig að henni hafi verið staðið ekki lokið. Halldór Ásgrímsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans, og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um, séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Ingibjörg sagði í samtali við fréttastofuna að þó að umboðsmaður ákveði að eiga ekki frumkvæði að rannsaka hæfi hans þá feli það ekki í sér neina syndarkvittun fyrir Halldór. Líklega verði ekki lengra komist með þennan þátt en einkavæðingin í heild sinni hlýtur að vera til skoðunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×