Útflutningsgreinar í uppnámi 30. september 2005 00:01 Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra." Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra."
Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira