Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi 30. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira