Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla 3. október 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira