Gunnar Heiðar meiddur 4. október 2005 00:01 Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla. Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla.
Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira