Innlent

Hælisleitandi grunaður um morð

Erlendur karlmaður, sem hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi hér á landi, er grunaður um morð í heimalandi sínu Grikklandi. Maðurinn kom hingað til lands 20. september. Við komuna framvísaði hann vegabréfi sem reyndist vera falsað. Hann óskaði þá eftir hæli hér á landi og eftir að hælismeðferð var maðurinn ákærður fyrir skjalafals. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í 45 daga fangelsi. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, sagði að ekki hefði enn komið fram framsalskrafa á manninn frá grískum stjórnvöldum. Leiða má að því líkur að manninum verði vísað úr landi þegar hann lýkur afplánun sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×