Innlent

Níu sendiherrar í tíð Davíðs

Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Fram kemur í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu að frá því að kjörtímabilið hófst um mitt ár 2003 skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, en Halldór var utanríkisráðherra til 15. september í fyrra. Eftir að Davíð hafði stólaskipti við Halldór voru nær helmingi fleiri sendiherrar skipaðir, eða níu. Þetta eru Markús Örn Antonsson, Albert Jónsson, Júlíus Hafstein, Sveinn Á. Björnsson, Helgi Gíslason, Guðmundur Árni Stefánsson, Hannes Heimisson, Kristján Andri Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sem tekur við embætti sendiherra í Suður-Afríku í júní næstkomandi. Tveir sendiherrar létu hins vegar að störfum í tíð Davíðs í utanríkisráðuneytinu eftir því sem fréttastofa kemst næst, en það eru þeir Ingimundur Sigfússon og Björn Dagbjartsson,



Fleiri fréttir

Sjá meira


×