Getur ekki samþykkt kröfuna 5. október 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Innlent Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Erlent Fleiri fréttir „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Innlent Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Erlent Fleiri fréttir „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Sjá meira