Innlent

Vestmannaeyjabær vill út

Vestmannaeyjabær á í málaferlum til að losna út úr rekstri fyrirtækisins Skúlason ehf. sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar. Fyrirtækið, sem er til húsa að Laugavegi, er að mestum hluta í eigu UK Ltd. í Bretlandi og Vestmannaeyjabæjar sem á fimmtungshlut. Að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar bæjarstjóra hefur bærinn aldrei fengið neinar upplýsingar um reksturinn og vill því losna út úr honum, en það hefur gengið erfiðlega. Fyrirtækið annast meðal annars símsvörun og þjónustu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, til dæmis Lánasjóð íslenskra námsmanna, Skífuna og Fréttablaðið. Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og einn eigenda þess, segist ekki vita hvernig fyrirtækið á að tengjast rannsókn bresku lögreglunnar á fjársvikum, og jafnvel peningaþvætti, en lögreglumenn höfðu fartölvu á brott með sér eftir húsleit á heimili hans í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×