Innlent

Jón Ólafsson býður sættir

Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur látið lögmann sinn í Englandi kanna hvort hann geti fengið meiðyrðadóm Jóns Ólafssonar á hendur sér tekinn upp aftur fyrir dómstólum þar í landi. Jón kveðst sömuleiðis vera að skoða hvort ummæli Hannesar í hádegisfréttum Bylgjunnar á miðvikudag hafi verið brot á lögbanni sem breskir dómstólar settu á að Hannes endurtæki ummæli sín. Jón Ólafsson, sagði þó í viðtali við Ísland í dag í gær að honum hefði alltaf þótt vænt um Hannes og að afsökunarbeiði væri nóg til að léti málið falla niður. Þá sagði Jón að lögmenn hans myndu skoða þann möguleika að taka málið aftur fyrir dómstóla ef Hannes héldi áfram en ef hann hætti og bæðist afsökunar verði látið þar við sitja. Dómstóll dæmdi Hannes til að greiða jafnvirði tólf milljóna króna fyrir þau ummæli að alþekkt væri að Jón hefði auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes seldi nýlega hús sitt til fasteignafélags í eigu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, en býr þar enn og greiðir leigu. Að lokum fór því svo að fallist var á að Hannes legði fram veðskuldabréf fyrir fjárnámsupphæðinni.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×