Innlent

Átti 38 þúsund skrár með barnaklám

Rannsóknina má rekja til þess að finnska lögreglan hafði samband við embætti -ríkislögreglustjóra- vegna athugunar á barnaklámstengingum frá Finnlandi hingað til lands. Tveir einstaklingar í Reykjavík voru grunaðir um að hafa tengt sig inn á barnaklámsvefi, svo og einn á Akureyri.Lögreglan í Reykjavík hóf þegar rannsókn og hafði uppi á öðrum Reykvíkinganna. Í mars var gerð húsleit hjá honum og lagt hald á tölvur, disklinga og annan búnað. Búnaðurinn hafði að geyma gríðarlegt magn af barnaklámi. Rétt um 38 þúsund tölvuskrár fundust sem innihéldu tugþúsundir mynda og hreyfimyndir sem reyndust tólf klukkustundir að lengd. Ekkert íslenskt efni fannst, hvorki á ljósmyndum né hreyfimyndum. Maðurinn var yfirheyrður í gær. Þar viðurkenndi hann sinn hlut í málinu. Hann segist einungis hafa sótt sér klámefnið og ekki ætlað sér að dreifa því. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Mál hans verður sent til Ríkissaksóknara til framhaldsmeðferðar. Ekki var hægt að finna tengingu hins Reykvíkingsins þar sem netþjónninn sem hýsti hana eyðir efninu sem inn á hann fer eftir ákveðinn tíma. Tölva mannsins á Akureyri sem hafði tengt sig við finnska klámvefinn var gerð upptæk af lögreglunni þar og send suður til Reykjavíkur til rannsóknar. Akureyrarlögreglan hefur lokið Þrjátíu og átta þúsund skrár af barnaklámi fundust í tölvubúnaði reykvísks karlmanns á fertugsaldri. Lögreglan í Reykjavík hefur yfirheyrt manninn og játaði hann niðurhal og varðveislu klámefnisins. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×