Innlent

Beindu byssu að vegfarendum

Tveir menn sem beindu skotvopni að vegfarendum út um glugga á bifreið á Akureyri í gærkvöldi voru handteknir eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um athæfi þeirra. Mennirnir höfðu falið vopnið þegar þeir voru handteknir og reyndist vopnið vera loftbyssa. Meðferð slíkra vopna á almannafæri er skýlaust brota á vopnalögum að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri og geta mennirnir átt von á refsingu. Þá voru þrír menn teknir grunaðir um ölvun við akstur á Akureyri í gærkvöldi og fannst hassblanda á einum þeirra. Um klukkan átta í gærkvöldi valt bifreið í Víkurskarði og voru fjórir í bílnum sem endaði 60 metra frá veginum. Engin alvarleg slys urðu á fólkinu en tveir kvörtuðu undan eymslum. Fyrir tilviljun var sjúkrabíll sem var að flytja sjúkling til Akureyrar fyrst á vettvang og var umstaflað í sjúkrabílnum og fólkinu komið þar fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×