Innlent

18 mánuðir fyrir sinnuleysi

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir ungum Reykvíkingi vegna brota á lögum um hjálparskyldu. Maðurinn mun samkvæmt dómsorði og skýrslum vitna fyrir dómi, hafa verið gestkomandi í húsi við Lindargötu ásamt ungri stúlku sunnudaginn 25 ágúst 2003. Mun fólkið hafa neytt fíkniefna og stúlkan látist af völdum banvæns skammts af e-töflum og kókaíni um klukkan fjögur síðdegis en maðurinn tilynnti ekki um lát hennar fyrr en um hálf tíu um kvöldið eða fimm tímum síðar. Samkvæmt gögnum réttarmeinafræðings og vitnisburði mannsins mun stúlkan hafa fengið krampaflog áður en hún lést án þess að maðurinn hafi sinnt þeim og aðeins sett hana undir sturtu og svo í rúm í íbúðinni. Þar lést svo unga stúlkan sem þá var rétt rúmlega tvítug. Hegðun mannsins er brot á lögum um hjálparskyldu sem kveða á um að komi ekki maður annarri persónu í neyð til hjálpar liggi við því refsing. Athygli vekur að Hæstiréttur dæmdi annan ungan mann í tveggja ára fangelsi í dag vegna skilorðsrofs með ýmsum brotum á umferðar, hegningar og fíkniefnalöggjöf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×