Innlent

Féflettur á Goldfinger

Ásgeir Davíðsson eigandi súlustaðarins Golfinger í Kópavogi segir ekkert til í þeim sögum að mönnum sé byrlað ólyfjan inn á staðnum og tækifærið síðan notað við að féflétta þá. Hann segir slíkar sögur sprottar frá mönnum sem skiljanlega leggi ekki í að segja konum sínum að þeir hafi eytt stórri fjárhæð í gullfallega nektardansmey. Orð Ásgeirs fóru mjög fyrir brjóstið á hjónum sem fréttastofan ræddi við. Þau vilja ekki láta nafna sinna getið en voru tilbúin til að segja sögu sína. Hann eyddi rúmlega 160 þúsund krónur á staðnum án þess að muna annað en að hafa pantað einn einkadans. Hann heldur því fram að honum hafi verið byrlað ólyfjan. "Ég trúi því ekki upp á sjálfan mig að ég hafi keypt mér allan þennan einkadans," segir maðurinn.  Konan hans tók frásögninni að því hvað hefði gerst strax trúanlega. Húsleit var gerð á Golfinger fyrir skömmu meðal annars vegna gruns um byrlun ólyfja en ekkert slíkt fannst. Maðurinn segir lögreglu hafa dregið úr sér við að leggja fram kæru í málinu. Yfirlögregluþjóni í Kópavogi þykir það ólíklegt en segir sönnunarbirgði þunga. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að eðli málsins samkvæmt sé erfitt að finna leifar lyfja í mönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×