Gúrú prog-rokksins á Íslandi Egill Helgason skrifar 15. október 2005 00:01 Þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára svæfði ég stelpurnar i mínum bekk á hljómsveitarkynningu í Hagaskóla. Það var kveikt á kertum og reykelsi í stofu á efri hæð skólans, búið að drösla þangað upp hljómtækjum, ljósin dempuð og spiluð heil hlið af plötunni Tales from Topographic Oceans, 21,35 mínútur af hreinræktuðu prog-rokki. Strákarnir gátu haldið sér vakandi, enda áhuginn aðeins meiri hjá þeim. Margir þeirra voru hins vegar mjög skeptískir. Á þessum árum skipuðu menn sér í lið eftir því með hvaða hljómsveit þeir héldu.. Skúli Gauta hélt með Jethro Tull, Sveinn Yngvi með Emerson, Lake & Palmer, mig minnir að Illugi hafi haldið með Genesis. Ég var Yes-maðurinn; flutti lærðan inngang um tónlist sveitarinnar þetta kvöld, byggðan á efni sem Hilmar Oddsson hafði tekið saman og notað á hljómsveitarkynningu í MR. --- --- ---Á þessum tíma birti mikill áhugamaður um tónlist greinar í Morgunblaðið þar sem hann sagði að Tales from Topographic Oceans væri svo stórkostlegt tónverk að það kæmist næst sjálfum Beethoven. Jæja, hann er sjálfsagt ekki þessarar skoðunar lengur. En ég verð að viðurkenna að ég er enn veikur fyrir framúrstefnu/listræna rokkinu – eins og kannski sumu öðru sem maður kynnist á hrifnæmu skeiði milli bernsku og fullorðinsára. Í áratugi var samt í tísku að draga prog-rokkið sundur og saman í háði. Pönkinu var beinlínis stefnt gegn þessari útblásnu tónlistarstefnu. Og sumt af þessu er örugglega dálítið kjánalegt; prog-rokkarar gerðu sér mjög háar hugmyndir um sjálfa sig og færni sína. Textarnir eru á köflum hálfvitalegir með öllu sínu háspekiþrugli, það er ofboðslega mikið lagt upp úr að sýna snilli í hljófæraleik, lögin eru sjaldnast styttri en tíu mínútur. En - en mér finnst þetta samt skemmtilegt. Uppi í hillu á ég langar raðir af plötum með ofantöldum hljómsveitum. Og þess vegna varð ég glaður þegar ég sá í tónlistartímariti í Iðu um daginn að prog-rokkið væri komið aftur í tísku. Þarna var ekki bara verið að fjalla um Pink Floyd, Yes og ELP, heldur líka obskúrari bönd eins og King Crimson, Gentle Giant, Focus og Van der Graaf Generator (fiðluleikarinn Graham Smith sem síðar gerði garðinn frægan í dinnermúsík á Íslandi var meðlimur í þeirri sveit). --- --- ---Í blaðinu, sem nefnist Mojo, er fullyrt að áhugafólk um tónist sé að enduruppgötva þennan tíma, enda hafi þá verið í gangi mikil og frjó tillraunastarsemi. Menn hafi ekki bara verið að herma hver eftir öðrum. Annars segir líka að prog-rokkið hafi svosem aldrei dáið með öllu. Til dæmis er haft eftir hljómborðsleikaranum Rick Wakeman að Radiohead sé eins mikil prog-rokk hljómsveit eins og hægt sé að hugsa sér. Önnur hljómsveit sem Mojo setur svo í þennan flokk er Sigurrós. --- --- ---Einn höfuðgúrú prog-rokksins, Jon Anderson, er að halda tónleika í Háskólabíói annað kvöld – handan götunnar þar sem ég var með hljómsveitarkynninguna fyrir þrjátíu árum. Hér er síðan Yesworld þar sem má sjá hvaða lög hann spilar á hljómleikaferðalagi sínu um Evrópu. Gamlir Yes-aðdáendur ættu að kannast við Your´s Is No Disgrace, Soon, Owner of a Lonely Heart, And You and I, Your Move og State of Independence – sem hann samdi reyndar með Grikkjanum Vangelis Papathanassiou. Ég ætla allavega að mæta. Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára svæfði ég stelpurnar i mínum bekk á hljómsveitarkynningu í Hagaskóla. Það var kveikt á kertum og reykelsi í stofu á efri hæð skólans, búið að drösla þangað upp hljómtækjum, ljósin dempuð og spiluð heil hlið af plötunni Tales from Topographic Oceans, 21,35 mínútur af hreinræktuðu prog-rokki. Strákarnir gátu haldið sér vakandi, enda áhuginn aðeins meiri hjá þeim. Margir þeirra voru hins vegar mjög skeptískir. Á þessum árum skipuðu menn sér í lið eftir því með hvaða hljómsveit þeir héldu.. Skúli Gauta hélt með Jethro Tull, Sveinn Yngvi með Emerson, Lake & Palmer, mig minnir að Illugi hafi haldið með Genesis. Ég var Yes-maðurinn; flutti lærðan inngang um tónlist sveitarinnar þetta kvöld, byggðan á efni sem Hilmar Oddsson hafði tekið saman og notað á hljómsveitarkynningu í MR. --- --- ---Á þessum tíma birti mikill áhugamaður um tónlist greinar í Morgunblaðið þar sem hann sagði að Tales from Topographic Oceans væri svo stórkostlegt tónverk að það kæmist næst sjálfum Beethoven. Jæja, hann er sjálfsagt ekki þessarar skoðunar lengur. En ég verð að viðurkenna að ég er enn veikur fyrir framúrstefnu/listræna rokkinu – eins og kannski sumu öðru sem maður kynnist á hrifnæmu skeiði milli bernsku og fullorðinsára. Í áratugi var samt í tísku að draga prog-rokkið sundur og saman í háði. Pönkinu var beinlínis stefnt gegn þessari útblásnu tónlistarstefnu. Og sumt af þessu er örugglega dálítið kjánalegt; prog-rokkarar gerðu sér mjög háar hugmyndir um sjálfa sig og færni sína. Textarnir eru á köflum hálfvitalegir með öllu sínu háspekiþrugli, það er ofboðslega mikið lagt upp úr að sýna snilli í hljófæraleik, lögin eru sjaldnast styttri en tíu mínútur. En - en mér finnst þetta samt skemmtilegt. Uppi í hillu á ég langar raðir af plötum með ofantöldum hljómsveitum. Og þess vegna varð ég glaður þegar ég sá í tónlistartímariti í Iðu um daginn að prog-rokkið væri komið aftur í tísku. Þarna var ekki bara verið að fjalla um Pink Floyd, Yes og ELP, heldur líka obskúrari bönd eins og King Crimson, Gentle Giant, Focus og Van der Graaf Generator (fiðluleikarinn Graham Smith sem síðar gerði garðinn frægan í dinnermúsík á Íslandi var meðlimur í þeirri sveit). --- --- ---Í blaðinu, sem nefnist Mojo, er fullyrt að áhugafólk um tónist sé að enduruppgötva þennan tíma, enda hafi þá verið í gangi mikil og frjó tillraunastarsemi. Menn hafi ekki bara verið að herma hver eftir öðrum. Annars segir líka að prog-rokkið hafi svosem aldrei dáið með öllu. Til dæmis er haft eftir hljómborðsleikaranum Rick Wakeman að Radiohead sé eins mikil prog-rokk hljómsveit eins og hægt sé að hugsa sér. Önnur hljómsveit sem Mojo setur svo í þennan flokk er Sigurrós. --- --- ---Einn höfuðgúrú prog-rokksins, Jon Anderson, er að halda tónleika í Háskólabíói annað kvöld – handan götunnar þar sem ég var með hljómsveitarkynninguna fyrir þrjátíu árum. Hér er síðan Yesworld þar sem má sjá hvaða lög hann spilar á hljómleikaferðalagi sínu um Evrópu. Gamlir Yes-aðdáendur ættu að kannast við Your´s Is No Disgrace, Soon, Owner of a Lonely Heart, And You and I, Your Move og State of Independence – sem hann samdi reyndar með Grikkjanum Vangelis Papathanassiou. Ég ætla allavega að mæta.
Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira