Innlent

Ofbeldismaður áfram í haldi

 „Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ 2. október síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og mun árásarmaðurinn sæta varðhaldi til föstudagsins 2. desember næstkomandi. Lýsing fjögurra vitna ber með sér að kærði hafi beitt fjörutíu sentimetra langri sveðju með bognu og breiðu blaði við árásina. Lögreglan hefur fundið vopn sem talið er hafa verið notað við árásina. Lögregla hefur einnig undir höndum tímasettar ljósmyndir úr samkvæminu sem sýna að ofbeldismaðurinn hafi skipt um föt og rakað af sér hár í þeim meinta tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Blóð hefur fundist í skóm hans en þeir höfðu verið bleyttir, að því er virtist í þeim tilgangi að þvo þá. Kærði hefur neitað aðild að árasinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×