Faldi hass í holri bók 17. október 2005 00:01 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira