Innlent

Fleiri útgerðir ætla að kæra

Enn bætist í hóp útgerðarfélaga sem höfða ætla skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segist þó ekki vilja gefa upp að sinni hversu mörg félögin væru. "Það kemur bara í ljós þegar stefnan kemur fram, en við erum enn að vinna að undirbúningi málsins," segir hann og telur enn nokkuð í að félögunum verði stefnt. Hann staðfesti þó að málareksturinn útgerðarfélaganna yrði sameinaður í einu máli, sem rekið yrði með aðstoð Landssambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×