Fólkið neitar sök 17. október 2005 00:01 Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira