Viðskipti innlent

Lækkandi lyfjaverð skilar sér ekki

Lyfjaverð hefur lækkað umtalsvert á umliðnum mánuðum og um háar upphæðir er að ræða. Lækkunin væri þó enn meiri ef lyfjaverð fylgdi háu gengi krónunnar. Lyfjavöruhópur Samtaka verslunar og þjónustu segja að viðskiptavinir greiði óbreytt verð þótt heildsöluverð hafi lækkað. Það má útskýra með því að hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði er oftast föst krónutala sem er ákveðin með reglugerð. Apótekin hafa því þurft að lækka álgningu sína umtalsvert og kemur það niður á þjónustu apótekanna. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka viðskipta og þjónustu segir að hagnaðurinn fari fyrst og fremst til Tryggingarstofnunar ríkisins þar sem endurgreiðsla þeirra minnkar við hátt gengi krónunnar og lækkunin skilar sér því ekki til neytenda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×