Fær ekki lífeyri föður síns 23. október 2005 17:50 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. Sjóðurinn hafði áður hafnað umsókn konunnar um lífeyrisgreiðslu eftir föður sinn sem lést árið 1995. Krafa hennar byggðist á því að í ákvæði í lögum um lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna er kveðið á um að heimilt sé að greiða hlutaðeigandi lífeyri eins og um ekkju eða ekkil væri að ræða, í þeim tilvikum þegar sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka, en einstæð móðir hans, ógift systir, eða annar ógiftur aðili, hefur sannanlega annast heimili hans um árabil, fyrir andlát sjóðsfélaga. Umsókn konunnar var hins vegar hafnað á þeim forsendum að konan hefði ekki búið nægilega lengi samellt á heimili föður síns, síðustu árin fyrir fráfall hans. Konan leitaði til Umboðsmanns Alþingis sem gerði athugasemdir við höfnun Lífeyrissjóðsins á kröfu konunnar og sagði hana ekki byggja á nægjanlega skýrum eða málefnalegum sjónarmiðum. Þar af leiðandi ákvað konan að stefna sjóðnum fyrir að neita sér um lífeyrisgreiðslu eftir föður sinn. Héraðsdómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í morgun að sjóðurinn hafi ekki þurft að greiða konunni lífeyri þar sem ekki liggi fyrir óyggjandi upplýsingar um að hún hafi haldið heimili með föður sínum síðustu fimm árin fyrir andlát hans, eins og lagaákvæðið sem hún byggði málsókn sína á kveður á um. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. Sjóðurinn hafði áður hafnað umsókn konunnar um lífeyrisgreiðslu eftir föður sinn sem lést árið 1995. Krafa hennar byggðist á því að í ákvæði í lögum um lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna er kveðið á um að heimilt sé að greiða hlutaðeigandi lífeyri eins og um ekkju eða ekkil væri að ræða, í þeim tilvikum þegar sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka, en einstæð móðir hans, ógift systir, eða annar ógiftur aðili, hefur sannanlega annast heimili hans um árabil, fyrir andlát sjóðsfélaga. Umsókn konunnar var hins vegar hafnað á þeim forsendum að konan hefði ekki búið nægilega lengi samellt á heimili föður síns, síðustu árin fyrir fráfall hans. Konan leitaði til Umboðsmanns Alþingis sem gerði athugasemdir við höfnun Lífeyrissjóðsins á kröfu konunnar og sagði hana ekki byggja á nægjanlega skýrum eða málefnalegum sjónarmiðum. Þar af leiðandi ákvað konan að stefna sjóðnum fyrir að neita sér um lífeyrisgreiðslu eftir föður sinn. Héraðsdómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í morgun að sjóðurinn hafi ekki þurft að greiða konunni lífeyri þar sem ekki liggi fyrir óyggjandi upplýsingar um að hún hafi haldið heimili með föður sínum síðustu fimm árin fyrir andlát hans, eins og lagaákvæðið sem hún byggði málsókn sína á kveður á um.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira