Innlent

Flest lyf standa í stað

„Greiði sjúklingurinn hámarksverð fyrir lyf sem Tryggingastofnun tekur þátt í, þá er breytingin yfirleitt engin þótt lyfin lækki í verði. Þá græðir einungis TR á þessu," segir Páll. „Ef þau lyf sem eru án greiðsluþátttöku lækka, þá greiðir sjúklingurinn minna, svo fremi að ekki hafi verið afsláttur apóteks fyrir, sem minnkar samsvarandi lækkuninni." Varðandi afslætti apóteka til sjúklinga segir Páll, að svigrúmið til að veita þá hafi minnkað verulega. Einhverjir afslættir séu þó enn veittir, en séu smám saman að minnka eða að detta alveg út. Ekki sé mögulegt að varpa mælistiku á hversu mikið þeir hafi lækkað, en það sé umtalsvert. Lyfjahópur Samtaka verslunar og þjónustu hefur lýst því yfir að sjúklingar fái engan skerf af þeim lækkunum sem orðið hafi á undanförnum mánuðum og misserum. Páll Pétursson, formaður Lyfjaverðsnefndar, segir að lyfjapakkinn í heild lækki þannig að í mjög mörgum tilfellum hljóti sjúklingarnir að verða varir við þá lækkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×