Innlent

Deildarstjóri fái miskabætur

Akureyrarbær tapaði máli gegn starfsmanni sem sagðist enn vera í starfi þó bærinn vildi meina að hann væri hættur.
Akureyrarbær tapaði máli gegn starfsmanni sem sagðist enn vera í starfi þó bærinn vildi meina að hann væri hættur. MYND/KK

Akureyrarbær verður að greiða deildarstjóra hjá bænum sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Maðurinn heldur jafnframt starfi sínu hjá bænum en hann og bæjaryfirvöld deildu um hvort hann ætti enn rétt á starfinu eða ekki.

Bæjaryfirvöld vildu að maðurinn hyrfi úr starfi þegar í ljós kom að hann hafði ekki staðið við ákvæði ráðningarsamnings síns um að selja eignarhlut sinn í Teiknistofunni Formi og hætta afskiptum af starfsemi hennar. Bæjarlögmaður sagði manninn hafa sagt upp starfi sínu en því neitaði maðurinn. Héraðsdómur tók undir kröfu hans og dæmdi honum miskabætur auk þess hann ætti að halda starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×