Lífið

Gabríela hlaut heiðursverðlaun Myndstefs

 
 

Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur verið valin heiðursverðlaunahafi Myndstefs árið 2005. Verðlaunin hlaut Gabríela fyrir myndbandsverkið Tetralógíu, en heiðursverðlaunin nema samtals einni milljón króna. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti Gabríelu verðlaunin í Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í dag. Dómnefndin var einróma sammála um að veita Gabríelu verðlaunin.

Þá hlaut Ragnar Axelsson ljósmyndari aukaverðlaun Landsbankans fyrir bók sína Andlit norðursins. Ragnar fær 250 þúsund krónur í sinn hlut.

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×