Stórskert þjónusta við nýrnasjúka 9. nóvember 2005 03:30 Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira