370 nauðganir voru kærðar til lögreglu á árunum 1995 til 2004. Ákært var í 61 máli en 309 kærur leiddu ekki til ákæru fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns.
Rúmlega helmingur kærðra nauðgana var kærður til lögreglunnar í Reykjavík. Fjórtán hópnauðganir voru kærðar á landinu öllu og var ákært í þremur málanna. Einn maður var tvisvar ákærður fyrir nauðgun en sýknaður í bæði skipti.