Lék á þremur yfir pari í dag

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári.