Mannréttindaskrifstofa vill rannsókn á fangaflugi 18. nóvember 2005 17:15 MYND/Atli Már Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að flugvélar sem notaðar eru til leynilegra fangaflutninga hafi farið um íslenska lofthelgi og haft Ísland sem viðkomustað á leið sinni til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hið algera bann við pyndingum og illri meðferð í þjóðarétti felur einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta er á að hann verði pyndaður eða látinn sæta grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð. Mannréttindaskrifstofa fer fram á að tafarlaust verði hafin opinber rannsókn á þeim alvarlegu atburðum sem staðhæft er að orðið hafi í íslenskri lögsögu og niðurstöður hennar verði gerðar opinberar. Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á stjórnvöld að uppfylla skyldur sínar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamþykktum og girða fyrir að erlendir aðilar geti flutt fanga um íslenskt forráðasvæði til staða þar sem hætt er við að mannréttindi verði á þeim brotin. Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetur ennfremur stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að mannréttindi séu ekki fyrir borð borin í baráttunni gegn hryðjuverkum. Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands skorar á Alþingi að tryggja skrifstofunni rekstrarfé á fjárlögum næsta árs. Fundurinn vill ítreka mikilvægi þess að hér á landi starfi öflug og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum á heildstæðan hátt. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gegnt þessu hlutverki undanfarin tíu ár og það væri mikill skaði fyrir framgang mannréttindastarfs ef sú yrði raunin að skrifstofan þyrfti að hætta starfsemi sinni vegna fjárskorts. Aðalfundur Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar einnigá hæstvirta þingmenn að beita sér fyrir því að framlag til Mannréttindaskrifstofunnar verði fast á fjárlögum. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að flugvélar sem notaðar eru til leynilegra fangaflutninga hafi farið um íslenska lofthelgi og haft Ísland sem viðkomustað á leið sinni til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hið algera bann við pyndingum og illri meðferð í þjóðarétti felur einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta er á að hann verði pyndaður eða látinn sæta grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð. Mannréttindaskrifstofa fer fram á að tafarlaust verði hafin opinber rannsókn á þeim alvarlegu atburðum sem staðhæft er að orðið hafi í íslenskri lögsögu og niðurstöður hennar verði gerðar opinberar. Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á stjórnvöld að uppfylla skyldur sínar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamþykktum og girða fyrir að erlendir aðilar geti flutt fanga um íslenskt forráðasvæði til staða þar sem hætt er við að mannréttindi verði á þeim brotin. Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetur ennfremur stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að mannréttindi séu ekki fyrir borð borin í baráttunni gegn hryðjuverkum. Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands skorar á Alþingi að tryggja skrifstofunni rekstrarfé á fjárlögum næsta árs. Fundurinn vill ítreka mikilvægi þess að hér á landi starfi öflug og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum á heildstæðan hátt. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gegnt þessu hlutverki undanfarin tíu ár og það væri mikill skaði fyrir framgang mannréttindastarfs ef sú yrði raunin að skrifstofan þyrfti að hætta starfsemi sinni vegna fjárskorts. Aðalfundur Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar einnigá hæstvirta þingmenn að beita sér fyrir því að framlag til Mannréttindaskrifstofunnar verði fast á fjárlögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira