Sport

Perrin látinn fara frá Portsmouth

Perrin fékk loks að taka pokann sinn, en margir höfðu verið að spá því að það væri aðeins tímaspursmál hvenær það gerðist
Perrin fékk loks að taka pokann sinn, en margir höfðu verið að spá því að það væri aðeins tímaspursmál hvenær það gerðist NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Alain Perrin var í dag látinn taka pokann sinn hjá úrvalsdeildarliði Portsmouth eftir aðeins átta mánuði í starfi. Undir stjórn Perrin náði liðið aðeins fjórum sigrum í tuttugu leikjum og þó Perrin hefði stuðning leikmanna, var í dag ákveðið að láta hann fara. Joe Jordan, þjálfari, tekur við liðinu þangað til eftirmaður Perrin verður fundinn.

"Þetta var ekki auðveld ákvörðun," sagði Milan Mandaric, stjórnarformaður félagsins. "Alain er góður maður og hæfileikaríkur stjóri sem hefur lagt einstaklega hart að sér síðan hann kom hingað. Við urðum hinsvegar að gera breytingar, því gengi liðsins á knattspyrnuvellinum hefur alls ekki verið gott og andinn í leikmannahópnum heldur ekki viðunandi," sagði Mandaric.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×