Sport

Mælirinn fullur

Jerzy Dudek er farið að leiðast þófið á Anfield og vill fara að fá að spila reglulega
Jerzy Dudek er farið að leiðast þófið á Anfield og vill fara að fá að spila reglulega NordicPhotos/GettyImages

Pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool hefur nú fengið nóg af því að sitja á varamannabekk liðsins og fréttir herma að hann hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool í janúar, því hann vill fá að spila með félagsliði sínu til að tryggja sér sæti í pólska landsliðinu fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári.

Í viðtali við fjölmiðla í heimalandinu segir Dudek mælirinn vera fullan. "Ég hef greint knattspyrnustjóranum frá því að ég kæri mig ekki um að vera varaskeifa því ég eiga fast sæti í landsliðinu," sagði Dudek. Portúgalska liðið Benfica er sagt hafa áhuga á hinum 32 ára gamla markverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×