Lífið

Fólkið í kjallaranum og Karitas tilnefndar

Auður Jónsdóttir.
Auður Jónsdóttir. MYND/GVA

Bækurnar Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur og Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur eru tilefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006 sem framlag Íslands. Þær eru í hópi tólf norrænna bóka sem fulltrúar norrænu landanna hafa tilnefnt til verðlaunanna. Dómnefnd mun á fundi í Ósló þann 24. febrúar næstkomandi ákveða hver hlýtur bókmenntaverðlaunin en rithöfundurinn Sjón hlaut þau þetta árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×